SIGURÐUR KOLBEINSSON GERIST RANNSÓKNARBLAÐAMAÐUR

    Fyrrum viðskiptajöfurinn og núverandi þáttastjórnandi á Hringbraut, Sigurður Kolbeinsson, er farinn að hasla sér völl sem rannsóknarblaðamaður.

    Í fyrra var hann með þætti á Hringbraut um deilur Samherja og Seðlabankans og í kvöld (þriðjudag) verður hann með þátt um aðfarir Arion banka í tengslum við gjaldþrot Sigurplasts. Ekki síst mun Sigurður beina kastljósinu að því hvernig skiptastjóri þrotabúsins fór að því að eyða 64 milljónum króna án árangurs.

    Það sem gerir þætti Sigurðar sérstaka er að þeir eru kostaðir af þeim sem áhuga hafa á að fá umfjöllunina. Sigurður hefur hins vegar ekki verið sakaður um að sýna einhliða mynd eða leyfa andstæðum sjónarmiðum ekki að koma fram. Áhugavert verður að sjá á Hringbraut í kvöld í þættinum Atvinnulífið hvernig Sigurði tekst að feta hinn þrönga stíg rannsóknarblaðamennskunnar.

    Auglýsing