SIGGA KLING SELUR MÁVASTELLIÐ

  "...sú saga hefur komist á kreik að mávurinn hafi verið settur inn í mynstrið sérstaklega fyrir íslenskan markað."

  “Ég hef ákveðið að selja fallega Mávastellið mitt – var reyndar búin að fá kaupanda – Mávastellið var síðan aldrei sótt,” segir Sigga Kling spákona og skemmtikraftur og heldur áfram:

  “Mávastell hafa alltaf notið mikilla vinsælda og virðingar hérlendis. Það hefur einnig verið vinsælt erlendis. Mávastellið er Listræn hönnun danska listhönnunarfyrirtækið Bing & Gröndahl sem hóf framleiðslu á mávastelli skömmu fyrir aldamótin 1900, og sú saga hefur komist á kreik að mávurinn hafi verið settur inn í mynstrið sérstaklega fyrir íslenskan markað. Það hefur ekki fengist staðfest, eitt er víst, að mávastell eru gullfalleg í matarboðið og hafa alla tíð notið mikillar virðingar og vinsælda hér á landi.

  Ef þú hefur áhuga á Mávastellinu – þá er þér velkomið að hringja í mig
  fyrir frekari upplýsingar í sima 899 0889. Sigga Kling.”
  Auglýsing