SENDIHERRA LÍKA – ALDREI GETAÐ HORFT FRAMAN Í HANN AFTUR

    "Í starfsmannapartíi tróð hann tungunni í kokið á mér. Dró mig afsíðis og hélt mér fast til að kyssa mig."

    “Ég var starfsnemi og hann var sendiherra. Í starfsmannapartíi tróð hann tungunni í kokið á mér. Dró mig afsíðis og hélt mér fast til að kyssa mig. Hef aldrei opnað mig um þetta áður því ég var með svo mikið samviskubit yfir því að hafa sent villandi skilaboð,” segir Vera Knútsdóttir framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna:

    “Vildi líka ekki koma honum í vandræði og fá á mig stimpil sem drusla. Ég hef aldrei getað horft framan í hann aftur.”

    Auglýsing