Steini pípari sendir myndskeyti:
–
Það var auðsjáanleg pattstaða eftir úrslit kosninganna í Reykjavík. Ef semst um meirihlutastarf í borginni núna er ákveðin hætta að út úr því samstarfi verði óstjórn í innviðamálum borgarinnar og viðhaldsmálum borgareigna.

Að mínu mati er Sanna Magdalena Mörtudóttir í lykilstöðu við myndun meirihlutastjórnar. Þess vegna finnst mér ekki klókt af henni að lýsa yfir að hún vinni ekki með Sjálfstæðisflokki. Hún er skynsöm kona og ætti að nýta sér stöðuna til framgangs fyrir þá sem hún bauðst til að starfa fyrir. Hún getur auðveldlega fengið ýmsu framgengt fyrir þá sem minnst mega sín, uppbyggingu íbúða, aukna þjónustu í barnaheimilum og bætt kerfi fyrir þá sem ekki er sinnt með viðunandi hætti í kerfi sem klikkar.