SANDRA SMALAR KERRUM Í GRAFARVOGI

Sandra og ein af kerrunum í Grafarvogi.

Góðu Grafarvogsbúar, ég vil minna á að innkaupakerrurnar frá Bónus og Hagkaup eiga heima Í SPÖNGINNI en ekki út um allan Grafarvog,” segir Sandra Sif sem þar býr:

“Þetta er önnur kerran á mjög stuttum tíma og ein af mörgum í gegnum árin sem ég hef skilað upp í Spöng. Virðum eigur þessara verslanna og höldum þeim í Spönginni. Góðar stundir.”

Auglýsing