SAMTÖKIN ’78 VAXIÐ UM 700%

    "Ekki að ég búist við afsökunarbeiðni eða endurgreiðslu á öllum sálfræðitímunum sem ég þurfti út af þessu, en jæja."

    “Starfsemi Samtakanna ’78 hefur vaxið um 700% á 6 árum. Fyrir 6 árum stóð hópur fólks fyrir því að ofsækja stjórn og framkvæmdastjóra vegna þess að BDSM vildu fá aðild og vegna þess að stefnan var að gera S’78 að róttækum samtökum sem t.d. léti sig málefni hælisleitenda og femínisma varða,” segir Dr. Auður Magndís Auðardóttir lektor í uppeldis- og menntunarfræðum.

    “Þau héldu því ítrekað fram að ef BDSM fengi inn og S78 héldu áfram á þessari braut að þau myndu þá liðast í sundur, enginn myndi vilja fræðslu o.s.frv. Nú hefur hið gagnstæða sannað sig eins og við vissum allan tímann. Ekki að ég búist við afsökunarbeiðni eða endurgreiðslu á öllum sálfræðitímunum sem ég þurfti út af þessu, en jæja.”

    Auglýsing