Steini pípari sendir myndskeyti:
—
Samfylkingin hefur skipað einn mann æðstan í umferðarmálum Reykjavíkur. Hans orð eru eins og trúarbrögð en hann byggir á því að bæti menn flæðimöguleika umferðarinnar þá aukast umferðarteppur.
Ef ég hef breiða pípu sem endar í einum hálf lokuðum krana þá verður flæðið um pípuna ekki meira en kraninn leyfir. Umferðarflæðið þarf ekki að stefna allt á einn flöskuháls, heldur þarf skipulagið að stuðla að því að fleiri útgangar séu úr æðinni.
Ef dreifingin á umferðinni verður nægjanleg og komið er fyrir mislægum gatnamótum með tilheyrandi fráreinum verða ekki þessir flöskuhálsar. Þá eykst flæðið við vegabætur í formi fleiri akreina og mislægra gatnamóta.
Mér var hugsað til þessa vegna þess að einn kollegi minn sagði að af átta stunda vinnudegi færu oftast þrír í ferðir á milli staða. Þetta er tími sem verkkaupi verður að greiða fyrir en skilar honum engu. Þetta sýnir svart á hvítu hvað mikið fjárhagslegt tap er af þessari brjáluðu stefnu Holu Hjálmars.
Litlu bílarnir sem aka um göturnar eru ekki gamlingjar að eyða tímanum, heldur situr í þeim vinnandi fólk. Það er gífurlegt fjárhagslegt tap af öllum hindrunum. Siðaðar þjóðir telja það undirstöðu öflugs efnahagslífs að hafa góðar samgöngur.