SAMFÉLAGSLEGA VIÐURKENNDIR LÍKAMAR

    „Hluti af vandanum við stelpur með samfélagslega viðurkennda líkama, sem planta sér fremst í líkamsvirðingarumræðuna, er að samfélagið peppar þessar raddir milljón sinnum meira en sömu skilaboð frá konum í “röngum” líkama,” segir egir  Klara Arnalds grafískur hönnuður hjá Hvíta Húsinu og söngvari í Boogie Trouble.

    “Ég leyfi mér að fullyrða að megnið af þessum stelpum gerir nákvæmlega ekkert til að lyfta upp fjölbreyttari röddum. Followar ekki accounta frá fólki sem er í fremstu víglínu í þessari baráttu. Deilir engu. Notar ekki forréttindin sín fyrir málstaðinn. Ef einu skiptin sem þú talar um líkamsvirðingu er til að finna til léttis gagnvart fellingunni sem birtist á maganum þegar þú beygir þig í keng þá ertu að missa af punktinum. Þá snýst þetta bara um þig.“

    Auglýsing