SÁLFRÆÐINGUR KVARTAR YFIR MATNUM Í IKEA

    Hulda sálfræðingur er ekki alveg með á nótunum - IKEA býður ekki bara upp á kjöt heldur líka vegan spínat og alls konar.

    “Ef IKEA ætlar að halda áfram að leggja áherslu á umhverfisvernd þá þarf eitthvað mikið að breytast í mötuneytinu. Það er nánast bara kjöt á boðstólnum,” segir Hulda Tölgyes sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og bætir við: “Gerið betur!”

    Sigurður Bjarnason tekur undir með sálfræðingnum: “Og mötuneytið mætti líka spyrja hvort þú viljir meðlæti með.”

    Veitingastaðurinn í IKEA er einn sá vinsælasti á landinu og lang ódýrastur. Ekki aðeins heiti maturinn heldur einnig smurbrauðið sem er skandinavískt í gegn og á stærð við 9 tommu pizzu.

    Auglýsing