SALAN Á MÍLU – MAÐKUR Í MYSU?

  Ég er að reyna að skilja hvað er að ske. Í skjóli nætur selur Síminn dótturfyrirtæki sitt Mílu fyrir 76 milljarða einhverju frönsku áhættufjármálafyrirtæki/sjóði.

  Hvað er Míla? Eins og ég skil þá er Míla fyrirtæki sem heldur utan um ljósleiðara og allskyns hluti og þjónustu sem hafa með að gera að þjóna íslensku þjóðinni bæði hvað varðar farsíma og tölvur og internetsambönd (svona í grófum dráttum).

  Þetta hlýtur að vera góð fjárfesting. Ekki eru menn að koma með hálfan milljarð evra til að tapa þeim. Líklega gera þeir ráð fyrir að græða ekki minna en 5 milljarða á ári plús mínus.

  Hverjir eru viðskiptavinirnir? Bara íslenska þjóðin ef ég skil þetta rétt. Þetta er ekki útflutningsvara. Því getum við ekki sjálf rekið þetta fyrirtæki. Er Síminn svona slappur að hann geti ekki rekið þetta með hagnaði? Fyrst Frakkarnir ætla að græða af hverju getum við ekk bara grætt þetta sjálf. Er þetta ekki tilvalin fjárfesting fyrir lífeyrissjóðina í heild sinni ekki bara smá biti af kökunni.

  Hvað er ég ekki að skilja í þessu dæmi. Mér finnst þetta vera niðurlægjandi fyrir okkur. Hvarflar að mér að einhvers staðar sé maðkur falinn í mysunni.

  Auglýsing