SAGT ER…

…að staða fjölmiðla sé slæm í þeim fordæmalausu aðstæðum sem nú eru uppi. Úr bakherberginu er þessu hvíslað:

Til skoðunar er hjá Torgi, eiganda Fréttablaðsins og Hringbrautar, að fækka útgáfudögum á Fréttablaðinu í þrjá til fjóra á viku í stað sex. Einnig að minnka dagskrárgerð hjá Hringbraut sem glímir við verulegan samdrátt í auglýsingasölu. Hjá Sýn er til skoðunar að minnka fréttasettið á Stöð 2 þannig að aðeins verði fréttir í 5-10 mínútur og þá klukkan 18:00 og þær lesnar af dagskrárgerðamönnum Bylgjunnar. Þá er einnig til skoðunar að  fækka útvarpsstöðvum í eigu Sýnar  tímabundið  og að þær verði aðeins tvær eftir um sinn. Allt er þetta gert vegna hruns á auglýsingatekjum og er álit manna að auglýsingamarkaðurin nái sér ekki að fullu fyrr eftir 2-3 ár. Því má vænta uppsagna um næstu mánaðamót.

Auglýsing