SAGT ER…

mynd / steini pípari

…að Steini pípari sendi áramóta-myndskeyti:

Steini pípari

“C. Northcote Parkinson varð frægur á því að greina óhagkvæmni í vexti hins opinbera. Eitt lögmál hans var það að á fundum í stofnunum þá er alltaf mesta umræðan um kaffisjóðinn því hann er af stærðargráðu sem fólk skilur. Þetta rifjast upp fyrir mér í allri umræðunni um ofuraksturs Ásmundar Friðrikssonar. Auðvitað eru þessir peningar sem hann hefur úthlutað sér miklir fyrir hann sem einstakling en litlir í stóra samhenginu. Menn skilja þessar upphæðir því þær eru af þeirri stærðargráðu að þær jafngilda árstekjum margra. Hins vegar eru milljarðarnir í Samherjamálinu óskiljanlegir og þar að auki um spillingu að ræða og alveg fyrirtak hjá þeim sem vilja gleyma því máli að blása akstursmálið upp.”

Auglýsing