…að áhugamál lesenda séu af ýmsum toga og jafnvel áhyggjur líka. Sjá hér:
“Á vefsíðu Útilífs segir að nú styttist í nýja og betri síðu. Þar er nokkuð frjálslega farið með orðið “styttist” því að þessi skilaboð hafa verið á vefsíðunni frá því í janúar á þessu ári – ef ekki lengur. Þetta má sjá á vefsafn.is.
Vissulega tekur tíma að setja upp góða vefsíðu, en 9 mánuðir þykir nokkuð drjúgur meðgöngutími ef eitthvað annað en barn er í vændum. Ekki hagnast verslunin á þessari töf, því allir helstu keppinautarnir eru komnir með ítarlegar upplýsingar um vöruúrvalið á vefsíðum sínum.”