SAGT ER…

…að engu sé líkara en Mourinho þjálfari Manchester United hafi verið skikkaður til að fara að ráðum almannatengils eða sálfræðings ef marka skal framkomu hans eftir raunalegt tap gegn Tottenham í gærkvöldi – 3-0. Í stað þess að rjúka fyrstur inn í klefa að leik loknum hélt hann sig á vellinum, faðmaði alla leikmenn sína og andstæðinga líka, klappaði svo fyrir áhorfendum og fór síðastur af velli. Eins og hann væri að kveðja.

Auglýsing