SAGT ER…

…að í síðustu viku, í flugi Icelandair frá Zurich til Keflavíkur, hafi tveir kjörnir fulltúar “slegið í gegn”, annar fyrrverandi ráðherra og hinn lögfræðingur og andfemínisti. Þeir voru að koma af EFTA fundi og voru þar á vegum Sjálfstæðisflokksins. Ráðherrann fyrrverandi var skammaður af hinum alþingismanninum yfir alla vélina fyrir að hafa týnt passanum, veskinu og boardingcardinu og settust þeir í næstu auðu sæti. Eigandi sætisins og eiginkona komu þó skömmu síðar og vísuðu þeim á braut. Þá höfst önnur skammarræða lögfræðingsins en vinirnir fundu loks rétt sæti. Ráðherrann fyrverandi lýsti yfir ást sinni á drykkjufélaganum og sagði hann vera besta vin sinn. Nú komu þeir auga á að það voru nokkur sæti laus á Saga Class og hófst mikil rekistefna sem endaði með því að þeir voru áfram í sömu sætum. Nú var pantað vodka og sóda, en flugfreyjan gerði þau mistök að koma með 2 miniatura og var send aftur með þeirri kveðju að þeir drykkju alltaf 4 í einu. Eftir 3 umferðir voru þeir orðnir vel slompaðir og byrjuðu að leysa vandamál heimsins og þau voru í þessari röð 1) Bjarni Ben formaður flokksins 2) Orkupakki 3 og 3) þjónustan um borð. Ræðuhöldin héldu vel áfram í svona 2 tíma eða þangað til að þeir vinirnir sofnuðu eins og hvítvoðungar. Áhöfn vélarinnar og flugfarþegarnir eru nú vel inní átökum innan Sjálfstæðisflokksins og svikarana sem ætla ekki að styðja Orkupakka 3…..þjónustan var góð.

Ferðafélagi í Samfylkingunni.

Auglýsing