SAGT ER…

Hollenski listmálarinn Vincent van Gogh skar sem kunnugt er af sér annað eyrað í geðveikiskasti og verður lengi í minnum haft. Nú hefur erlent gallerí látið framleiða dúkku af listamanninum þar sem hægt er að smella báðum eyrunum af honum ef vill. Dúkkan er í fallegri gjafaöskju og til sölu með öðrum minjagripum í anddyri gallerísins.

Auglýsing