SAGT ER…

Hermann og frú

…að Hermann Guðmundsson forstjóri Kemi (áður N1) láti sér ekki nægja að stjórna fyrirtæki sínu heldur er hann ötull ábendir á samfélagslegar misfellur:

“Við íslendingar erum ekki alltaf mjög samkvæm okkur sjálfum.

Okkur er treyst til að kaupa matvörur hist og her. 
Við getum keypt innlent og erlent sjónvarpsefni. 
Okkur er treyst til að kaupa lyf og heilsuvörur. 
Við getum ferðast frjálst um alla Jörðina.
Okkur er treyst til að kaupa og eiga vopn.

Við getum hins vegar ekki keypt léttvín nema af ríkisfyrirtæki og við megum alls ekki ráða því hvort að við látum Ríkislækni eða Einkalækni sinna okkur þegar við þurfum viðgerð. Er ekki tímabært að treysta þeim sem borga brúsann til að velja sér þjónustuaðilann sjálft?”

Auglýsing