SAGT ER…

Sumarsýning Litku verður opnuð laugardaginn 18. maí k.l 14-16 í Listhúsi Ófeigs Skólavörðustíg 5.
Sýningin er opin öllum og er opið á verslunartíma.  Sýningunni lýkur 12. júní.

Á vetrarhátíð Reykjavíkurborgar í febrúar 2009 sýndi fjölbreyttur hópur frístundamálara verk sín í Kaaber húsinu við frábærar undirtektir. Fleiri þúsund manns heimsóttu sýninguna þessa helgi.  Almenn ánægja var bæði hjá almenningi sem kom og skoðaði mjög svo fjölbreytta sýningu og einnig hjá þeim sem sýndu.

Margir af þátttakendunum töluðu um að gaman væri að halda áfram að hittast eitthvað og það næsta sem gerðist var að boðað var til fundar, þar sem tæplega 30 manns mættu og ákveðið var að stofna félag.

Kosið var í undirbúningsnefnd og var félagið formlega stofnað 16.apríl 2009.

Félagið hefur stækkað og dafnað síðan það var stofnað, fjölmargar samsýningar hafa verið haldnar, námskeið, fyrirlestrar, ráðstefna og ýmislegt annað.

Frekari upplýsingar um félaga og starfið má sjá á FB síðu félagsins  Litka myndlistarfélag.

Auglýsing