SAGT ER…

…að borist hafi póstur:

Mikið góðæri eru nú  á Íslandi sem sést best á því að gamlir hlutir seljast ekki heldur verður að farga þeim. Húsasmíðameistari, sem að  unnið hefur fyrir útrásarvíkinga og efnameira fólk, segir alveg með eindæmum hvað mikið af peningum sé í umferð:

“Það telst bara ekki mikið þó menn byggi sér sumarbústað fyrir 100-200 milljónir og flottheitin öll eftir því. Ég held bara að það sé meira um þetta nú en í síðasta góðæri. Bæði er að komnir eru erlendir aðilar inn á markaðinn sem fjárfesta í dýrum bústöðum og eiga gras af seðlum og svo eru líka Íslendingar sem hafa flutt peningana sína heim á úrvals kjörum.”

Auglýsing