SAGT ER…

…að eini Dubai-maðurinn sem búsettur er á Íslandi starfi sem þjónn á veitingastaðnum Veður á Klapparstíg auk þess sem hann stundar nám sem styrkþegi við Háskólann. Hann flutti til Íslands í uppgjöri við vellauðuga fjölskyldu sína sem vildi að hann kvæntist frænku sinni – sem hann vildi ekki. Hann kann vel við sig á Íslandi og best finnst honum kranavatnið og veðrið. Ath. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint.

Auglýsing