SAGT ER…

…að íbúar í Hafnarfirði séu ánægðir með bæinn sinn. Gallup kannaði í byrjun síðasta mánaðar ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins og gerði samanburð þar ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum. Úrtakið var 11.679 íbúar í 19 stærstu sveitarfélögum landsins, 18 ára og eldri þar af var hringt í 449 íbúa í Hafnarfirði. Í flestum tilvikum hefur ánægja  íbúa með þjónustu Hafnarfjarðarbæjar aukist frá árinu 2016. Það sem íbúum finnst helst að þurfi að bæta í bæjarfélaginu eru samgöngumál, endurvinnsla og sorphirða.

Auglýsing