SAGT ER…

Að Bubbi Morthens hafi birt nýjan texta af væntanlegri plötu; Skríða heitir hann:

Það eru barir í borginni með sögur frá í gær
og orð sem lykta af bjór og reyk
og í glösum er sannleikurinn sætur og glær
og engin drukkin ásta sem vill fara í sleik

Og þú ert í fellibyl svo fáranlega brotinn
fullur af myndum af henni stynjandi já
þú bendir á hjartað segir sjáðu ég var skotinn
í augum barþjónsins sérðu svörin rökkurblá

Skríða maður verður að skríða
þar til lognið fellur á
skríða maður verður að skríða
til að komast ástinni frá

Auglýsing