SAGT ER…

…að Hamborgarafabrikkan kynni nýjan borgara til leiks í á morgun; Vilborgarann til heiðurs Vilborgu Örnu Gissurardóttur. Jóhannes Ásbjörnsson veitingamaður segir að nýi borgarinn muni hvorki hafa áhrif á hlýnun jarðar né fæðuframboð ferskvatnsfiska – en hann mun hafa jákvæð áhrif á kynjahlutfall hamborgara á matseðli Hamborgarafabrikkunnar. Vilborgardagurinn verður svo haldinn hátíðlegur á morgun. Og árlega framvegis.

Vilborgarinn er hannaður frá grunni í samstarfi við indverska kokkinn Shijo Mathew til heiðurs Vilborgar Örnu Gissurardóttur. Vilborg er ein fremsta ævintýrakona okkar Íslendinga. Með ástríðu og áræðni gekk hún einsömul á Suðurpólinn árið 2013 og komst fyrst íslenskra kvenna á tind Everest fjalls árið 2017.

Vilborgarinn er 120 gramma ungnautahamborgari ungnautahamborgari,
marineraður í indverskri kryddblöndu, með stökku Papadum, ferskri myntu,
kóríander og spínati og heimalagaðri döðlusósu. Hann er borinn fram með
sætum kartöflum með ristuðu, indversku Tadka.

Allar Vilborgir fá ókeypis Vilborgara á Vilborgardaginn
Í tilefni af vígslu borgarans efnir Hamborgarafabrikkan til Vilborgardagsins,
þriðjudaginn 9. janúar. Þann dag fá allar konur sem heita Vilborg að fornafni
eða millilnafni ókeypis Vilborgara og gos gegn framvísun persónuskilríkja.

Auglýsing