SAGT ER…

…að janúar sé sá mánuður þegar fólk reynir að lifa í takt við áramótaheit sín en svo eru aðrir sem gera alltaf það sama í janúar ár eftir ár. Til að mynda kona á áttræðisaldri, Doreen V. Prince, hún fastar í janúarmánuði og segir að þannig nái hún meiri tengingu við Jesú enda biður hún alla daga og er mjög trúföst. Hún sækir messur hjá Fíladelfíussöfnuðinum í Reykjavík og hjálpar þar til ásamt eiginmanni sínum með þrifum og bakstri fyrir safnaðarfundi og ef hún sér fólk á förnum vegi sem á bágt þá reynir hún að biðja fyrir því. Fólk segir að það finni fyrir einhverrri sérstakri tilfinningu eftir að hafa hitt Doreen, eiginlega eins og það hafi hitt Guð sinn.

Auglýsing