SAGT ER…

…að leið 14 hafi breyst hjá Strætó á sunnudag og hefur breytingin fengið blendnar viðtökur.

Aron Levi Beck varaborgarfulltrúi segir: “Okei alveg pínu næs fyrir mig að með þeirri breytingu sem átti sér stað nýverið á leið 14 köttuðust 20 mínútúr af minni daglegu strætó ferð í og úr vinnu.”

Erna Grétarsdóttir: “Ég var búin að fá upplýsingar um að það ætti að færa stopppistöðina nálægt gamla Kennaraskólanum að mig minnir.. ekki að það ætti að skerða þjónustu vagnanna, það er leitt að fá rangar upplýsingar frá ykkur og skert þjónusta er tæplega vel til þess fallin að fá fleiri farþega, hér í kringum Skólavörðuholtið vantar sárleg meiri nærþjónustu en ekki skerta.”

Magnús Kristinsson: “Óska eftir því að þessi ákvörðun verði endurskoðuð. Með þessari breytingu er verið að skerða þjónustu við íbúa 104 – sérstaklega þá sem fara að Landspítala og/eða Háskóla Íslands.Hvaða aðrar lausnir en að bæta við vögni/vögnum eða færa leiðina (eins og verið er að gera núna) hafa verið skoðaðar? Er ekki sami hægagangur/óhagræði á öðrum leiðum sem fara eftir Hringbraut/Miklubraut?Hver eru rökin fyrir því að vagninn fari alla leið út á Granda? (hefur verið skoðað að klippa þann hluta af leiðinni og færa yfir á aðra/sér leið). Óska eftir nánari útskýringum frá Strætó, takk.”

Lana Kolbrún Eddudóttir: “Ég er ábyggilega ekki ein um að vera spæld yfir því að 14 skuli ekki lengur stoppa við Háskólan.”

Gauti Kristmannsson: “Ég mótmæli allur.”

Auglýsing
Deila
Fyrri greinSAGT ER…
Næsta greinBÚDDA BOY Í VANDA