SAGT ER…

…að fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hafi sent frá sér bók janúarmánaðar:

“Jæja, þá er þessi loksins komin glóðvolg úr prentvélunum. Ég er bara býsna stoltur af verkinu og mjög ánægður með útkomuna. Það hefur farið mikil vinna í gerd bókarinnar og ég er nokkuð viss um að innihaldið muni geta nýst hverjum einasta lesanda. Ég hlakka til að deila með ykkur efni bókarinnar, sem er í mjög grófum dráttum allt það sem ég hef lært um alla þætti heilsu hér og þar í heiminum á síðasta áratug. Ég er búinn að ganga með þessa bók í maganum mjög lengi og flétta inn í hana minni sögu og mun leggja alls konar hluti á borðið. Ég hef í það minnsta aldrei lagt jafn mikið af sjálfum mér í neitt sem ég hef gert á mínum vinnuferli hingað til.”

Auglýsing