SAGT ER…

…að meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur virðist ekki alveg sammála öllu sem bókað er eða samþykkt. Í umræðu í borgarráði um skiptistöðina í Mjódd þann 14. desember þar sem Sjálfstæðismenn lögðu til að  sætin þar yrðu löguð, stöðin gerð snyrtilegri og að stöðin yrði opin á kvöldin, bókuðu borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata að…  „Á nýju ári sé stefnt að því að opnunartími biðstöðvarinnar í Mjódd verði lengdur og þjónusta við farþega aukin. Nú þegar er Mjóddin opin til kl. 18.00 á kvöldin og nær þannig að þjónusta flesta farþega sem þangað sækja – en flestir nota strætó á morgnana og svo seinni part dags“.

Á  síðasta fundi borgastjórnar sagði Heiða Björk Hilmarsdóttir, varaformaður Samfó og stjórnarformaður Strætó, að það þyrfti ekki að hafa stöðina opna lengur en fjöldi farþega hefur lýst því yfir að það sé óhugsandi að hafa skiptistöð sem ekki er opin meðan að strætó gengur því dæmi er um að fólk hafi næstum króknað úr kulda ef og þegar vagnar bila eða mæta ekki í Mjódd.

Auglýsing