SAGT ER…

…að Ásdís Rán, Ísdrottningin, sé ánægð með dóttur sína, Victoríu Rán, og hafi ástæðu til:

“Prinsessan búin að vera ótrúlega dugleg og syngja með ungdeild söngskóla Reykjavíkur bakraddir fyrir Eivör á fjórum tónleikum síðustu daga. Ótrúlega fallegt hjá þeim og skemmtileg upplifun. Hún verður svo í fullu prógrammi að syngja á ýmsum tónleikum fram að jólum þessi duglega litla stelpa og virðist hafa endalausa orku. Ég get ekki annað sagt en nú mega jólin koma eftir að hafa horft á hana uppá sviði í Hörpunni syngja svona dásamleg jólalög með Eivöru og bandi.”

Auglýsing