SAGT ER…

…að þetta sé fulltrúi Papúa Nýju-Gineu á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um hlýnun jarðar. Lengi lifi fjölbreytnin.

Papúa Nýja-Gínea er eyríki í Eyjaálfu í Suðvestur-Kyrrahafi fyrir norðan Ástralíu sem tekur yfir eystri helming eyjunnar Nýju-Gíneu. Indónesía ræður yfir vestari helmingnum. Norðan við Papúu eru svo fjölmargar eldfjallaeyjar sem eru kallaðar Nýja-Gínea. Landið varð til við sameiningu nokkurra svæða undir tímabundna stjórn Ástralíu en það hlaut síðan sjálfstæði árið 1975. Þar búa um 7 milljónir manna af mörgum ættbálkum. Víða á hálendinu búa afar frumstæðir ættbálkar sem enn lifa á steinaldarstigi.

Auglýsing