SAGT ER…

…að þegar Magnús Ingi Magnússon, veitingamaður á Sjávarbarnum á Granda, kveiki undir skötupottunum komist allir í jólaskap á Grandagarðinum. Undanfarin ár hefur skötuilmurinn fundist tveimur vikum áður en jólahátíðin gengur í garð, enda Íslendingar sólgnir í skötuna. Hin hefðbundna skötuveisla Magnúsar Inga hefst í hádeginu föstudaginn 7. desember og stendur langt fram á Þorláksmessukvöld. Verðið er í lágmarki, 3.600 kr. á mann. Asláttur fyrir Hópa

Boðið verður upp á hlaðborð þar sem verður að finna miskæsta skötu – milda, miðlungs og sterka – kæsta tindabikkju, skötustöppu, saltfisk, siginn fisk, plokkfisk, fiskibollur, síldarrétti, grafna löngu og sviðasultu. Meðlætið er við hæfi, eins og soðnar kartöflur, rófustappa, rúgbrauð og smjör, hamsar og sérverkaður hnoðmör.

Auglýsing