SAGT ER…

…að borist hafi póstur:

Það er liðið meira en ár frá því að fyrstu handtökur fóru fram á þingmönnum katalónska þingsins. Þeir höfðu unnið það sér til saka að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um stofnun lýðveldis í Katalóníu. 9 þingmenn og forystumenn félagasamtaka sitja enn í víggirrtum fangelsum á Spáni.

Enn er þetta fólk læst inni í klefum sínum 18 klst á dag og fær ekki að eiga samskipti við umheiminn nema að mjög takmörkuðu leyti. 14 þingmenn og annað framáfólk í katalónskum stjórnmálum náði að flýja land og dvelja þau enn í útlegð á víð og dreif um Evrópu núna ári seinna. Alþjóðlegum handtökuskipunum hefur öllum verið hafnað af öðrum dómstólum í Evrópu sem sýnir og sannar hversu alvarleg glæpir eru framdir gegn þessu saklausa fólki af hendi Spánarstjórnar. Núna framundan eru réttarhöld yfir níu-menningunum og hafa Spánsk yfirvöld farið fram á fram á að fyrrum forseti þingsins verði dæmdur í 25 ára fangelsi og hinir átta í 17 ára fangelsi hvert. Að auki er krafist 11 ára fangelsis yfir 4 embættismönnum, þ.á.m fyrrum lögreglustjóra Katalóníu sem neitaði að beita þegna sína ofbeldi á kjördaginn 1. október 2017.

Nú hafa fjórir af þeim níu Katalónum sem sitja í fangelsi á Spáni fyrir þátttöku sína í stjórnmálum ákveðið að hefja hungurverkfall um óakveðna tíð til að mótmæla harðræði og ömurlegri vist sem fangar í alræmdum fangelsum Spánarstjórnar. Þetta eru hlutskipti þjóðkjörinna þingmanna og mannréttindafrömuða í svokölluðu lýðræðisríki sem þykir vera eitt af hornsteinum evrópsks lýðræðis.

Sjá nánar hér.

Auglýsing