ALFREÐ ÓGNAR STÖÐU GEIRS

    Stjórn Handknattleikssamband Íslands hefur enn sem komið er ekki viljað framlengja  samning sem það gerði við Geir Sveinsson um þjálfun A-landsliðs karla í handknattleik, þeir segjast vilja bíða með það eftir Evrópumótið í handknattleik og sjá hvernig árangri liðið nær þar.

    Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur stjórn sambandsins mikinn hug á að fá Alfreð Gíslason, núverandi þjálfara Kiel, til að taka við landsliðinu næsta vor en staða hans hjá Kiel er óörugg, liðið hefur ekki náð þeim árangri sem vænst var og aðstoðarmaður hefur verið ráðinn sem á að taka við af Alfreð eftir árið 2019 en líklegra er talið að núverandi tímabil sé síðasta tímabilið hjá Alfreð.

    Alfreð hefur mikla reynslu sem þjálfara og kann, að mati HSÍ, að vera maðurinn sem gæti byggt upp sterkt lið Íslands.

    Auglýsing