…að Gunnar V. Andrésson fréttaljósmyndari hafi fengið Fálkaorðuna á Bessastöðum í dag og það verðskuldað. Fréttaljósmyndari á heimsmælikvarða með lengra fréttanef en flestir fréttamenn og sér vinkla sem öðrum eru ósýnilegir. Maður með fókus og linsuna í lagi. Toppmaður á alla kanta.
Sagt er...
FRAMLENGT Í TOMELILLA
Sumarsýning Páls Sólnes í Palats Galleri Tomelilla í nágrenni Ystad í suður Svíþjóð hefur verið framlengd til 27. ágúst. Opið á föstudögum og laugardögum...
Lag dagsins
CLINTON (76)
Bill Clinton fyrrum forseti Bandaríkjanna er afmælisbarn dagsins (76). Hann fær óskalagið Georgy Girl frá 1967 en þá var Clinton 21 árs.
https://www.youtube.com/watch?v=wsIbfYEizLk