SAGT ER…

…að Morgunblaðið greini frá því að húsfyllir hafi verið í kirkjum um jólin en Herbert Guðmundsson fyrrum ritstjóri sá annað í sjónvarpinu: Það var ekki húsfyllir í sjónvarpsmessu biskups í Dómkirkjunni, það blasti við. Til að mynda sat séra Þórir Stephensen fyrrverandi dómkirkjuprestur einn á heilum bekk … fáir á öðrum bekkjum. Til hvers er verið að mikla sókn í kirkjuhús Þjóðkirkjunnar, þegar annað blasir við? Það er varla traustvekjandi sagnfræði?

Auglýsing
Deila
Fyrri greinDRAUMUR Í DÓS
Næsta greinJÓLAGAMAN