…að í sumar hafi Garðabæjarlistinn lagt fram eftirfarandi tillögu í bæjarstjórn Garðabæjar:
„Garðabæjarlistinn leggur til að bæjarstjórn óski eftir gerð þjónustusamnings við Samtökin ’78 um hinsegin fræðslu sem nýtist sem flestu starfsfólki Garðabæjar og um leið börnum og ungmennum.“
Tillagan hefur verið samþykkt þannig að fræðsluráð mun bjóða öllum grunnskólakennurum upp á faglega fræðslu um málefni hinsegin fólks. Vonast er eftir því að einnig verði boðið upp á hinsegin fræðslu meðal leikskólakennara.