SAGT ER…

…að strætófargjaldið stefni í 500 kall um áramót. Áætlun Strætó gerir ráð fyrir 7,1% hækkun á fargjaldi sem þýðir að almennt stakt fargjald fari að óbreyttu í 495 eða 500 krónur. Fjárhagsáætlun 2019 byggir á forsendum þjóðhagsspár Hagstofu Íslands sem gefin var  út í júní 2018. Gert er ráð fyrir að hagræða í leiðakerfi fyrir um 95 milljónir króna á árinu 2019. Í frumvarpi til fjárlaga 2019 er gert ráð fyrir að ríkisframlagið til Strætó verði það sama og 2018. Starfsemi Strætó í Mjódd verði flutt upp á Hestháls á fyrri helmingi 2019. Samningur landsbyggðasamtaka um umsjón með akstri á landsbyggðinni rennur út í lok árs 2018, óvissa er með framhaldið.

Auglýsing