SAGT ER…

…að Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt við Háskóla Íslands og helsti dægurtónlistarfræðingur landsins, haldi tölu um samfélag dægurtónlistarmanna á Íslandi í Hannesarholti á Grundarstíg í Reykjavík á fimmtudagskvöldið klukkan 20:00, sem byggir á doktorsritgerð hans um efnið.

Þar leiðir hann í ljós einstaka virkni hins íslenska dægurtónlistarsamfélags, en ritgerðin byggir á tuga viðtala auk reynslu hans sem tónlistarblaðamanns í hartnær tvo áratugi.

Arnar er með BA gráðu í félagsfræði frá HÍ, MA frá Edinborgarháskóla og mun verja téða doktorsritgerð þar í haust. Arnar hefur umsjón með fjölmiðlafræðinámi við HÍ á BA stigi og hefur staðið fyrir alls kyns viðburðum tengdum dægurtónlistarfræðum á þeim vettvangi, og m.a. haldið námskeið við Endurmenntunarstofnun. Hann er höfundur þriggja bóka um dægurtónlist og er að skrifa þá fjórðu, fyrir erlent forlag. Hann hefur skrifað fjölda blaðagreina um efnið í gegnum tíðina, setið í fjölmörgum nefndum, hérlendis sem erlendis, og er reglulegur álitsgjafi í útvarpi og sjónvarpi um allt sem viðkemur dægurtónlist.

Auglýsing
Deila
Fyrri greinSAGT ER…
Næsta greinBUBBI ORÐINN AFI