SÆVAR CIESIELSKI Á LITLA HRAUNI

  Fagnaðarbylgja fer yfir Netheima vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar – og Geirfinnsmálinu líkt og fargi sé létt.

  Sævar og tveir meðfangar hans á Hrauninu.

  Því miður er Sævar Ciesielski ekki lengur meðal vor til að líta þennan dag en hann sat lengi á Litla Hrauni og var miðpunktur í merkilegum greinaflokki sem birtist í Vikunni 1987 um lífið í fangelsinu. Sævar gerðist þar leiðsögumaður og helsti heimildarmaður blaðamanns sem þar fékk að dvelja í þrjá sólarhringa, dag og nótt, með myndavél og upptökutæki.

  Fangarnir vildu fæstir láta mynda sig nema borði yrði settur yfir augu en ekki Sævar. Hann var ósmeykur við myndavélina, vildi sjást og heyrast. Hann leit á þetta sem tækifæri til að koma sínu á framfæri sem hann og gerði.

  Litla Hraun – staður hinna óheppnu – smellið hér!

  Auglýsing