SAGT ER…

…að bílstjórar Strætó BS hafi getað gengið að því sem vísu að fá heitt kaffi á þeim stöðum þar sem þeir eru með aðstöðu. Eigendur Snorrabrautar 27, sem hýsa kaffistofu vagnstjóra við Hlemm, hafa sagt Strætó upp leigusamningi vegna húsnæðisins frá og með 01.05.2019 með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Verið er að vinna að því að koma upp aðstöðu fyrir bílstjóra annars staðar í eða við Hlemm. Sumir bílstjórar hafa verið að gantast með það að besta staðan væri að setja upp færanlegan gám við lögreglustöðina  á Hlemmi  eða hafa bara aðstöðuna  hjá Kaffistofu Samhjálpar þarna rétt hjá.

Auglýsing