SAGT ER…

…að Árni Bergmann rithöfundur og fyrrum ritstjóri Þjóðviljans hafi þetta um lektorsmálið í Háskólanum í Reykjavík að segja:

Rektor Háskólans í Reykjavík réttlætir brottrekstur Kristins með því að starfsfólk hans verði að geta treyst því að það heyri ekkert ljótt sagt um konur í skólanum. Nú skilst mér að,engin hafi kvartað yfir hegðun Eða tali Kristins ímskólanum, allt er byggt á einhverju fjasi í lokuðum kunningjahópi. Þetta er með öðrum orðum fyrirbyggjandi refsing. Minnir mig á það að í Sovétríkjunum var t.d. kristin trú talin skaðleg börnum og unglingum eins og andfeminismi hér og nú. Og mátti búast við að ef kennari sæist krossa sig í kirkju þá risu menn upp í heilagri heift og krefðust þess að komið yrði í veg fyrir að svo rangt hugsandi maður kenndi börnum. Þessir siðir geta reyndar hitt ótrúlegasta fólk. Einn þekktasti frumkvöðull feminismans, Germain Greer, verður nú fyrir því að framsæknir stúdentar og enn herskárri femínistar komi í veg fyrir að hún fái að halda fyrirlestra hjá þeim vegna þess að hún hafi rangar skoðanir á transfólki og boði vægari refsingar í nauðgunarmálum.

Auglýsing