RÚTURNAR AÐ KÆFA SVAVAR ÖRN

    Svavar Örn, landsþekktur hárgreiðslumeistari og fjölmiðlamaður, hefur um árabil rekið glæsilega hágreiðlustofu í gamla Eimskipafélagshúsinu í Tryggvagötu þar sem einnig er hótel og því fylgja ferðamenn í rútum.

    “Ég hef ekkert á mótu rútum eða ferðamönnum en gallinn er sá að rúturnar parkera hérna beint fyrir utan dyrnar hjá mér og dæla útblæstri hingað inn. Það verður nánast ólíft,” segir Svavar Örn sem reynt hefur að ræða við embættismenn borgarinnar um vandamálið en án árangurs:

    “Ég vil að bílastæðin við Tollhúsið hér beint á móti verði færð yfir til mín og skapa þannig pláss fyrir rúturnar þar. Það væri mikið betra.”

    Auglýsing