RUSL Í REYKJAVÍK

    Kjósandi skrifar:

    Þó svo margir telji, og það með sanni, að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi lyft grettistaki í uppbyggingu miðbæjar Reykjavíkur tekur þetta allt svo langan tíma. Eins og þessi sorptunna fyrir framan fyrrum höfuðstöðvar þjóðkrikjunnar á Laugavegi (sem þakin er byggingapöllum og tilheyrandi). Sorptunnan sjálf er komin í sorppoka þannig að ekki er hægt að tæma hana. Hún stendur bara þarna kyrr eins og segja má um margar framkvæmdirnar í borginni og frægt er.

    Auglýsing