RUKKAÐAR FYRIR TÓM SÆTI

  Sólveig Ósk Bridger Ólafsdóttir lenti í kröppum dansi við Icelandair þegar hún ætlaði að breyta ferðaáætlun sinni lítillega:

  “Við  Emily Rose Óla Bridger ætluðum upprunalega að ferðast um Ísland í byrjun ágúst eftir brúðkaupið okkar og fara svo til Englands í vikuferð í lok ágúst. Við bókuðum okkur flug með Icelandair til Englands 23. ágúst og heim aftur 31. ágúst.

  Þar sem það hefur ringt í alls sumar ákváðum við að flýta ferðinni okkar út. Þar sem það var helmingi ódýrara að bóka nýtt flug í stað þess að flýta ferðinni okkar með Icelandair ákváðum við að gera það en nýta enn flugið sem við vorum búnar að bóka og borga fyrir með Icelandair heim aftur.

  Þegar ég hef samband við Icelandair til þess að segja þeim að við myndum ekki mæta í flugið okkar út með þriggja vikna fyrirvara með það í huga að fyrirtækið gæti þá selt sætin aftur en ætluðum enn að nota flugið heim (var ekki að ætlast til þess að fá neitt endurgreitt) fékk ég svar frá þeim um að það væru ekkert mál en við þyrftum að borga 37.390 kr fyrir það. Við þurfum að BORGA meira en það sem við borguðum upprunalega fyrir flug fram og til baka fyrir það að sætin okkar í flugvélinni séu tóm á leiðinni út en við í þeim á leiðinni heim aftur.

  Þegar ég spyr út í það í hverju kostnaðurinn felst fæ ég að vita að breytingargjaldið sé 10.000 kr á hvorn miða plús 8695 í mismun sem er fargjaldamismunur vegna bókunarfyrirvara (sem ég skil ekki vegna þess að við vorum bara að láta vita að sætin yrðu tóm).

  Mér finnst alveg rosalega sorglegt hvað græðgin er orðin gríðarleg í því samfélagi sem við búum í. Það þarf að græða á ÖLLU OG ÖLLUM alveg sama hvað það heitir. Það virðist allt snúast um peninga. Ég sem í sakleysi mínu vildi bara vera kurteis og láta Icelandair vita að við myndum ekki mæta í flugið okkar svo þau gætu selt sætin aftur og grætt þannig smá pening. Næst kaupi ég flug með einhverjum öðrum….

  Ást, friður og endalaus gleði.”

  Auglýsing