“Vöknuðum kl.05:30 við að það gengi mikið á í raðhúsinu þremur húsum frá okkur. Mikil öskur og gífurleg læti. Hringdum á lögguna sem kom og handtók karlmann á heimilinu. Ekki í 1. 2. eða 3. sinn sem löggan kemur á þeim 5 mánuðum sem við höfum búið hérna,” segir Inga Rós Antoníusdóttir verkefnastjóra á sviði stafrænnar ferðaþjónustu hjá Ferðamálastofu, staðsett og búsett í Nuuk á Grænlandi:
“Ef kona hér í Nuuk þarf að leita í kvennaathvarf þarf hún að greiða fyrir dvölina. Ef hún hefur ekki efni á því er hægt að draga af hugsanlegum bótum sem hún fær. Sturlað!