RÓSIE HJÓLAR Í STRÆTÓ

  Rósie Pálmadóttir, sem ferðaðist með leið 14 í vikunni, birtir harðort bréf á tímalínu Strætó BS þar sem hún gagnrýnir harðlega þjónustu Strætó og þjónustu bílstjóra og segir:

  3. janúar sl. tók ég strætó nr 14 á leið heim eftir erfiðan vinnudag. Vagninn var seinn (um það bil 10 mínútur) og þegar að ég kom í strætisvagninn þá tók ég eftir því að það var verið að leiðbeina nýjum vagnstjóra. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta skapar seinkun og sýndi ég þeim fullan skilning.

  Þegar við komu á næstu stoppistöð voru fjórir einstaklingar sem ætluðu inn í strætóinn. Þeir voru með skiptimiða sem hefðu verið gildir ef strætisvagninn hefði mætt á réttum tíma. Strætóbílstjórinn þverneitaði og opnaði hurðina og hótaði að reka þá út (við vorum nú þegar 11 mín á eftir áætlun). Hann rukkaði þau um 920 krónur fyrir eitthvað sem að þau hefðu engan veginn átt að borga þar sem vagninn var ekki á áætlun.

  Að ferðast með almenningssamgöngum er ekki ódýr valkostur en oft sá eini fyrir þá hafa ekki bílpróf eða heilsu til þess að fara á milli staða. Þetta er þjónusta sem við borgum fyrir og þjónustulund ætti að vera forgangsatriði í þjálfun nýrra vagnstjóra. Ekki hótanir og dónaskapur.

  Vagninn er ekki einkaeign bílstjórans og keyrslan ekki einhver greiði við farþegana. Þetta er þjónusta og í því felst umburðalyndi og kurteisi og umfram allt skilningur á aðstæðum. Eins og þeim að ef að þið haldið ekki áætlun þá er það ekki farþegunum að kenna og þeir eiga ekki að þurfa að borga fyrir það.

  Og talandi um þjónustu þá er komin tími til að hafa hana í samræmi við það sem nágrannalöndin bjóða upp á og hafa gert lengi. Þið hafið appið, en það er engan veginn nóg. Alls staðar i kringum okkur tíðkast að fólk geti fengið tilbaka ef greitt er með peningum. Enfremur er boðið upp a að borga með greiðslukorti. Nema hér á landi. Og væri gott að fa svar ykkar við þessu þvi þetta er sjálfsögð þjónusta og fáranlegt að halda eftir peningum sem fólk á rétt á að fá tilbaka. Þetta er fáranlegt og vil ég því fá svar frá ykkur varðandi hvers vegna það er að þið eruð ennþá í 1990 þegar að 2018 var að hringja inn.

  Að lokum vil ég benda á að þar sem að við vorum sein ók bílstjórinn yfir á rauðu ljósi á ofsahraða. Þannig að það sem þessi nýi vagnstjóri fékk þjálfun í var að þurfa ekki að vera liðlegur gagnvart farþegum heldur bara hóta þeim og almennar umferðarreglur gilda ekki fyrir þá heldur bara alla hina.

  Kveðja Rósie

  Auglýsing