ROLLUR SLÁ Í GEGN

  Guðjón Ragnar Jónasson menntaskólakennari og Aðalsteinn Eyþórsson félagi hans slógu upp útgáfupartýi á Klapparstíg um helgina til að fagna útkoma bókarinnar Kindasögur. Falleg, lítil bók sem stefnir í metsölu ef marka skal undirtektir og fjörið í útgáfuveislunni.

  Um bókina er sagt:

  Íslenska sauðkindin er harðger, úrræðagóð og ævintýragjörn, það vita allir sem hana þekkja. Í þessari bók eru rifjaðar upp sögur af íslenskum kindum að fornu og nýju, afrekum þeirra, uppátækjum og viðureignum við óblíða náttúru og kappsfulla smala.

  Við kynnumst meðal annars Herdísarvíkur-Surtlu, Eyvindarmúla-Flekku, villifé í Tálkna, hrútnum Hösmaga í Drangey og forystusauðnum Eitli. Kindasögur eru sérstök grein íslenskrar sagnaskemmtunar sem á sér langa sögu en lifir enn góðu lífi – rétt eins og sauðkindin sjálf. Höfundar bókarinnar eru áhugamenn um sögur og sauðfé.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinPUTIN (67)