RJÓMI SKAMMTAÐUR Á SNORRABRAUT

    Ljósmynd: Sigurður Guðmundsson. Ljósmyndasafn Íslands.

    “Fólk í biðröð fyrir utan Osta- og smjörsöluna við Snorrabraut um 1950,” segir Ingibjörg Helgadóttir sem birtir þessa mynd á vefnum. Fólkið í biðröðinni stendur óvenju þétt saman hvað sem veldur:

    “Í texta með þessari mynd sagði að þarna væri beðið eftir að fá skammtaðan rjóma – en miðað við ílátin sem fólk er með þykir mér mjólkurskömmtun sennilegri. Las einhvern tíma að á þessum árum hefði rjómaskammturinn verið einn desilítri. Þrjár systur sendar af stað rétt fyrir jól hver með sína krukkuna náðu nægum rjóma í jóladeserinn.”

    Auglýsing