
“Á mánudag og þriðjudag hina síðastliðnu urðu ábúendur og þeir sem dvöldu á Dröngum á Ströndum vitni að því að þúsundir, hugsanlega tugþúsund af ritu komu í lágu flugi úr austri og flugu í norður / norðvestur yfir bæinn. Þetta stóð yfir í tvo sólarhringa,” segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda á Íslandi og möndlumeistari hjá Möndlubásnum:
“Þetta höfum við aldrei vitnað áður, svona fjölda og svona ákafa í flugi. Veður var þungbúið, það var kalt, gekk á með rigningu, vindasamt og vont í sjóinn. Hvað gæti valdið þessu hátterni hjá ritunni? Æti?”
–
Ritan er einkennismáfur fuglabjarga og úthafsins…Goggur er gulur á fullorðinni ritu, svartur á ungfugli. Stuttir fæturnir eru ávallt svartir og augun dökk með rauðum augnhring. Gefur frá sér skært nefhljóð á varpstöðvum, er annars þögul. (Náttúruminjasafn Íslands)