RINGO Á TROMMURNAR / OPIÐ BRÉF TIL JÓNS ÓLAFS

  Sæll Jón minn góður, Tommi í Festi hér.

  Ég sá að þú ert að túra með Rolling Stones. Er með hugmynd sem ég vil stinga uppá. Þannig er að ég sá nýlega á Netinu hluta af giggi sem Stóns voru með í New York núna fyrir skömmu.

  Þar var enginn Charlie Watts þar sem hann er fallinn frá. Verð að segja að mér fannst þeir sem eftir er af bandinu hálf brjóstumkennanlegir. Og þessi gaur á trommunum gerði lítið þó hann gæti svo sem spilað ok. Og þessi hlaup Ronny og Keith um senuna voru sorgleg. Mick svona slapp en ekki meir. Það sem mér fannst vanta var einhver áhugaverður trommari. Eins að þeir mundu róa sig á sviðinum, þeir eru að nálgast 80 árin og ekki eins flottir og þeir voru hér í den.

  Mín tillaga er sú að þeir fengju Ringo Starr til liðs við sig og hugsanlega einhvern þekktan bassaleikara úr einhverju af þessum samtímaböndum sem er með andlit og enn í fullu fjöri. Svo mundu þeir róa sig á sviðinu og skoða vel tónleikamyndina Let´s Spend The Night Together frá 1981/2.

  Núna eru þeir svoldið svona “why didn´t you quit?” en svona mundu þeir geta haldið áfram og hugsanlega mundi Ringo veðra kátur þar sem hans sólóferill hans hefur aldrei náð neinum hæðum.

  Þetta eru my Two Cents For Free.

  Kv. Tommi í Festi / núna kallaður Tommi 9. þingmaður á Alþingi Íslands í Reykjavík norður fyrir Flokk fólksins.

  Auglýsing