RÍKISSTARFSMENN TROÐA SKOÐUNUM OFAN Í KOK JAKOBS

  Jakob Bjarnar Grétarsson fréttamaður og Facebookstjarna veltir fyrir kynningu á fréttum Ríkisins í gærkvöldi:


   

  Svona var íþróttainnslag í kvöldfréttatíma RÚV kynnt til sögunnar nú fyrr í kvöld. (21 mín)

  Jóhanna Vigdís fréttaþulur: Kristjana, hvað ætlar þú að bjóða uppá í dag?
  Kristjana íþróttafréttamaður: Það voru tíðindi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 
  Jóhanna Vigdís: Heldur betur.
  Kristjana: Heldur betur. Nú ætla þau að jafna þessar árangurstengdu greiðslur til A-landsliðanna beggja. Frábær tíðindi. Norska knattspyrnusambandið gerði þetta í fyrra. Þannig að nú er bara komið að okkur að gera slíkt hið sama.
  Jóhanna Vigdís: Þetta er meiriháttar. Stórt skref. Mikilvægt.
  Kristjana: Þetta er stórt skref, já.

  Nú veit ég ekkert um þessar árangurstengdu greiðslur. Ég þekki ekki forsendurnar sem eru þarna að baki og treysti mér því ekki til að hafa neina skoðun á þessu. Bara ekki. Kannski er þetta alveg stórkostlegt? Ég skal ekki segja. Ég tel mig ekki búa yfir nógu miklum upplýsingum til að mynda mér upplýsta skoðun. En, það er ekki gott að fréttamenn segi mér hvað mér á að finnast um efni frétta þegar svo ber undir. Troða þeirri skoðun ofan í kokið á mér. Þeim ber að gæta samræmis (ætti Jóhanna þá ekki að segja okkur hvað henni finnst um allar fréttir, gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum etc?) og hlutleysis, alveg sama hversu góð þeim sjálfum finnst málin vera. Fréttamönnum ber að nálgast hvert viðfangsefni með gagnrýnu hugafari. Og það er ekki svo að þeir séu að gera einhverjum málstað (sic) greiða með svona framsetningu. Heldur þvert á móti. 

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinROBERT DUVALL (88)
  Næsta greinSAGT ER…